Wednesday, March 31, 2010

Happy End

Um daginn horfðum við á mjög undarlega mynd, hina tékknesku "Happy end". Myndin fjallar um slátrara sem er dæmdur til dauða fyrir að búta konu sína niður vegna framhjáhalds hennar. Myndin er þó öðruvísi en maður býst við. Hún byrjar á því í fyrstu senu er sýnt höfuð manns í líkkistu, þegar zoomað er út sést að það hefur verið höggvið af. Þvínæst skoppar hausinn upp úr kistunni og beint í fallöxi þar sem það festist á búk. Þannig hefst öfug ævisaga slátrarans Bedrich's. Sagt er frá því hvernig hann 'fæðist' fallöxinni, 'útskrifast úr skóla' sem er fangelsið og býr til sína fyrstu konu, þ.e. þegar það er sýnt aftur á bak hvernig hann bútar hana niður. Sú kona reynist algjör skaðræðisgripur og reynir Bedrich m.a. að losa sig við hana með því að henda henni inn í brennandi byggingu (bjarga henni frá eldsvoða-öfugt) eða drekkja henni (bjarga henni frá drukknun-öfugt), en hún reynist vera nærri ódrepandi.

Sögumaður (Bedrich) segir ævisöguna eins og hún sé fullkomlega eðlileg og í réttri tímaröð- þ.e. ósköp venjuleg frásögn þar sem sögumaður finnst t.d. ekkert skrýtið að fólk borði með að gubba út úr sér mat. Með frásögninni eru samtöl persónanna sýnd, en þau eru algjörlega öfugsnúin. Það er best að lýsa því með dæmi (ath að þetta er aðeins dæmi, en ekki nákvæmt samtal úr myndinni)- lesist fyrst niður, svo upp.

"Ok, komum okkur, ég skal drífa mig"
"Eins og engill"
"...Hvernig lít ég út?"
"alveg hrikalega"
"Ertu orðinn svona svangur"
"Drífðu þig, elskan, við erum að verða of sein í mat"

Í öfugri röð má oft skilja samtöl eins og eitthvað annað sé á seyði og ofurvenjulegar spurningar fá oftast heldur furðuleg svör. T.d. eru réttarhöld Bedrich's alveg út í hött þar sem svar Bedrich's við spurningu er alltaf svarið við spurningunni sem var á undan þeirri sem áhorfandinn heyrir.

Þetta er mjög áhugaverð og fyndin mynd og ég get ekki sagt að ég hafi séð neitt í líkingu við hana áður (amk ekki sem tengist avi manns). Hins vegar er maður alltaf að hugsa um setninguna á undann til að fá atriðin til að 'meika sens' og það verður ansi þreytandi eftir ákveðinn tíma. Eftir rúmar 70 mínútur af öfugsnúleika var maður næstum þvi búinn á því og það var léttir að sjá fólk framkvæma hluti í réttri röð aftur. Þó að öfugsnúleikinn venjist að ákveðnu leyti þegar á líður myndina verður hann alltaf svolítið óþægilegur þegar maður reynir að hugsa um "raunverulegu" atburðarásina. Góð mynd og mjög áhugaverð, ég er mjög fegin að við sáum hana, en helst aðeins of löng.

2 comments:

  1. Fyrirgefðu að ég skyldi ekki fara yfir þessar færslur fyrr. Ég hélt mig vera búinn að fara yfir allar færslurnar frá marsmánuði, en ég hlýt bara að hafa stokkið yfir bloggið þitt.

    Það er skrýtið að tala um 70 mínútna mynd sem of langa, en ég er í raun sammála þér. Ég veit samt ekki hvort það sé vegna þess að maður sem áhorfandi hefur ekki úthald í meira, eða hvort myndin haldi bara ekki dampi...

    6 stig.

    ReplyDelete
  2. Ekki málið, Siggi minn.

    Varðandi myndina þá held ég að fæstir hafi mikið úthald í að horfa á öfuga atburðarrás lengi, það stríðir bara of mikið við skynjun manns og tilfinningu.

    Mér fannst myndin góð, kannski helst bara í lokin sem hún missti aðeins dampinn.

    ReplyDelete