Wednesday, March 31, 2010

The good heart

Um daginn fórum við á nýjustu mynd Dags Kára, The Good Heart. Töluverð eftirvænting hefur verið þessari mynd og ég leyfði mér að hafa nokkrar væntingar. Myndin stóð undir þeim en fór þó ekki fram úr þeim....

Myndin fjallar um gamlan bareiganda (Jacques) sem, sökum óheilbrigs lífernis, liggur ansi nærri dauðanum. Hann ákveður því aðtaka að sér ungan umrenning (Lucas), sem hann ætlast svo til að taki við barnum að honum látnum. Það gengur misvel vegna þess að lífsskoðanir þeirra stangast algjörlega á. Jacques treystir engum og er afar viðskotaillur við þá sem honum líkar ekki við (sem eru flestir) á meðan Lucas reyndir að vera góður við alla og er löngu búinn að sætta sig við að hann er neðstur í goggunarröðinni hvert sem hann fer. Inn í þetta blandast svo frönsk flugfreyja sem kemur öllu í uppnám með því bókstaflega að troða sér upp á þá tvo.

Sögusvið myndarinnar er áhugavert (skítugur bar í stórborg) og persónurnar eru mjög vel gerðar og áhugaverðar, sérstaklega Jaques sem er það óþolandi að hann hættir eiginlega að vera óþolandi og fer að verða skemmtilegur. Lucas er líka athuglisverður karakter. Sérstaklega góð mynd fékkst af honum þegar hann var aðspjalla við hjúkrunarkonuna á spítalanum eftir misheppnaða sjálfsmorðstilraun "In the battle of the survival of the fittest I simply have to throw in the towel". Aftur á móti fór hin franska Sarah alveg óþolandi. Hún er frek og ætlast til að Lucas geri allt fyrir hana, sem er svosem allt í lagi, en hún verður á svo mótsagnakennd að ég var á tímabili farin að halda að hún væri þroskaheft.

Stíll myndarinnar er skemmtilega drungalegur og passar vel við sögusviðið og persónurnar. Myndatakan var mjög góð og það er greinilegt að Dagur Kári er enginn nýgræðingur í leikstjórn. Mér fannst líka eitthvað við myndina þannig að allt var 'gamalt'. Barinn, hárgreiðslustofan og umhverfið var frekar gamalt og/eða niðurnítt og það passaði vel inn í mydnina.

Aftur á móti finnst mér sagan hafa nokkra stóra galla. í fyrsta lagi fannst mér hún ótrúlega fyrirsjáanleg eftir að Lucas gerist líffæragjafi og Jacques fær hjartaáfall. Við lok myndarinnar þegar Lucas elti öndina út á götu, sat ég bara og beið eftir að hann dæi og þegar það gerðist var það frekar hlægilegt frekar en sorglegt (Lucas þurfti því miður að gefa upp öndina...). Mér fannst einnig samband Söru og Lucas frekar undarlegt. Ég veit að í viðtalstímanum sagði Dagur Kári að hann hefði viljað forðast að gera söguna að einhverri ástarsögu en það var bara eins og Sara væri þarna til að pirra Lucas. Það hefði mátt koma amk eitt skot þar sem farið var aaaðeins dýpra í það, jafnvel þó svo hún hafi kannski bara verið að nota hann. Endirinn er líka pííiínu klisjukenndur. Ekkert svosem við það að sakast, en það hefði gert mikið fyrir myndina að koma með eitthvað aðeins frumlegra þar.

1 comment: