Thursday, December 3, 2009

Some like it hot

(Daphne, Josephine og Sugar)

Um daginn horfðum við á myndina Some like it hot, frá árinu 1959, með Marilyn Monroe. Myndin fjallar um tvo farandshljómfæraleikara sem bregða sér í gervi kvenna til að forðast mafíuforingja, sem vill kála þeim vegna morðs sem þeir urðu vitni að. Mennirnir ganga til liðs við farandshljómsveit sem er aðeins skipuð ungum konum. Þar kynnast þeir einni sérstaklega heillandi stúlku og verða þeir báðir yfir sig hrifnir af henni. Mafían er þó aldrei langt undan og svo illa vill til að þeir ramba beint í flasið á henni, á árshátíð mafíósa, á sumarleifisstað fyrir ríka þar sem hópurinn á að halda tónleika.

Myndin er afskaplega skemmtileg og hefur elst vel, annað en margar gamlar grínmyndir. Aðalleikararnir eru fyndnir og má sjá einkonar Ladda-grín hja þeim, frekar ýktan leik, en þó ekki um of. Þ.e. vel hepnaðir grínleikarar. Þetta er eina myndin sem ég hef séð sem Marilyn Monroe leikur í (hef þó séð þessa áður) en hún virkar vel í hlutverki sínu, sem svolítið naïve vandræðastelpa, sem reynir að krækja í milljónamæring, til að sjá fyrir sér (fullkomlega eðlilegt það). Ég hafði reglulega gaman af þessari mynd og hún hélt athyglinni allan tímann (sem veruðr að teljast nokkuð, eftir 7 tíma skóladag). Það er klassískt grín að klæða karlmenn upp í kvenmannsföt en þarna tekst það óvengju vel. Ætli það sé ekki vegna þess að persónurnar í myndinni virðast ganga það langt í að leika hlutverk sitt sem konur að þeir eiga það til að gleyma að þeir séu í raun karlmenn. Áminning um það kemur alltaf inn á milli og stuðlar hin sjóðheita 'Sugar Cane Kowalczyk' (Monroe) oftast að því. Það er áhugavert að fylgjast með leik Monroe, sérstaklega með hliðsjón af því hversu mikið kyntákn hún var á þessum tíma. Það er skondið að hin fallega, hjálparlausa og svolítið 'clueless' kona hefur þótt afar heillandi. Það eru nú samt aðalleikararnir, þeir Tony Curtis og Jack Lemmon (Joe- 'Josephine' og Jerry- 'Daphe') sem gera myndina eins skemmtilega og hún er í raun.

Kempurnar Tony Curtis (t.v.) og Jack Lemmon

Í sýnishorn úr myndinni:

Wednesday, December 2, 2009

New Moon

Í kvöld fór ég á mynd númer 2 í hinnigífurvinsælu Twilight seríu; New Moon. Hún vaaar fín, segjum það bara. Bækurnar sem myndirnar eru gerðar eftir er líka fínar, svo það er allavega ekki hægt að kvarta yfir að það sé verið að eyðileggja einhverja epíska bókaseríu.

Myndin var (eins og við mætti búast) frekar rómantísk (væmin) og skartaði fleygum setningum á borð við:

"Leaving you is the hardest thing I've done in a 100 years"
"Living in a world without you is not worth living"

Semsagt mikið af tilfinningaþrungnum senum. Kannski aðeins of mikið. Jájá, hún elskar hann voða mikið og hann hana en getur ekki látið undan þránni því hann vill éta hana, við náðum því í fyrstu myndinni, það þarf ekki endalaust að vera að tönnslast á því. Þær senur sem voru aðeins hraðari voru alveg ágætar og ég hefði viljað sjá meira af þeim. Sumar setningar voru svo skrýtnar að maður vissi varla hvort það væru leikararnir sem væru svona slæmir eða bara handritið sem væri kjánalegt Ef ég mætti ráða væri myndin meira í líkingu við alvöru ævintýri heldur en melódramatíska unglingaástarsögu.

Niðurstaðan er sú að þetta er mynd algjörlega gerð til að græða meiri peninga á vinsælli bókaseríu. Hún er sniðin með unglingsstelpur sem aðalmarkhóp (er þó ekki að segja að strákar geti ekki haft gaman af henni....kommon, það eru varúlfar í henni). Ágæt skemmtun, en ekkert sérlega djúp, þá eru bækurnar betri. Get reyndar ekki kvartað yfir skemmtanagildinu þar sem ég hafði ágætlega gaman af því að ræða um aðalleikarana sem voru hálfnaktir mestallan tímann. Alltaf vinsælt að fiffa upp slakar stelpumyndir með því.