Í kvöld fór ég á mynd númer 2 í hinnigífurvinsælu Twilight seríu; New Moon. Hún vaaar fín, segjum það bara. Bækurnar sem myndirnar eru gerðar eftir er líka fínar, svo það er allavega ekki hægt að kvarta yfir að það sé verið að eyðileggja einhverja epíska bókaseríu.
Myndin var (eins og við mætti búast) frekar rómantísk (væmin) og skartaði fleygum setningum á borð við:
"Leaving you is the hardest thing I've done in a 100 years"
"Living in a world without you is not worth living"
Semsagt mikið af tilfinningaþrungnum senum. Kannski aðeins of mikið. Jájá, hún elskar hann voða mikið og hann hana en getur ekki látið undan þránni því hann vill éta hana, við náðum því í fyrstu myndinni, það þarf ekki endalaust að vera að tönnslast á því. Þær senur sem voru aðeins hraðari voru alveg ágætar og ég hefði viljað sjá meira af þeim. Sumar setningar voru svo skrýtnar að maður vissi varla hvort það væru leikararnir sem væru svona slæmir eða bara handritið sem væri kjánalegt Ef ég mætti ráða væri myndin meira í líkingu við alvöru ævintýri heldur en melódramatíska unglingaástarsögu.
Niðurstaðan er sú að þetta er mynd algjörlega gerð til að græða meiri peninga á vinsælli bókaseríu. Hún er sniðin með unglingsstelpur sem aðalmarkhóp (er þó ekki að segja að strákar geti ekki haft gaman af henni....kommon, það eru varúlfar í henni). Ágæt skemmtun, en ekkert sérlega djúp, þá eru bækurnar betri. Get reyndar ekki kvartað yfir skemmtanagildinu þar sem ég hafði ágætlega gaman af því að ræða um aðalleikarana sem voru hálfnaktir mestallan tímann. Alltaf vinsælt að fiffa upp slakar stelpumyndir með því.
5 stig.
ReplyDelete