Rosemary's baby er að mínu mati frekar sálfræðitryllir heldur en hryllingsmynd. Megnið af myndinni er það ekki ógeð eða hryllingur sem hræðir mann heldur hin yfirvofandi ógn. Myndin fjallar í stuttu máli um hjón, Guy og Rosemary Woodhouse, sem flytja inn í nýja íbúð í New York, árið 1965. Undarlegir, hræðilegir hlutir fara að gerast, meðal annars fremur ung stúlka sem er í umsjá eldri hjóna á efri hæðinni, sjálfsmorð með að stökkva út um glugga. Woodhouse hjónin reyna að eignast barn og Rosemary verður ólétt eftir dularfullt kvöld þar sem hún lognast út af og dreymir að henni sé nauðgað af djöflinum. Guy, vingast við eldri hjónin á efri hæðinni, en þau sýna óvenjumikinn, ef ekki sjúklegan áhuga á óléttu Rosemary.
Roman Polanski virðist vera illa við að láta myndir enda vel og þessi er engin undantekning en endirinn vekur upp hroll í manni. Það er reyndar svolítið skrýtið en mér finnst að það að illur endir mynda Polanski sé það sem geri þær svona góðar. Það var gerð framhaldsmynd sem sýnd var í sjónvarpi og fjallaði einmitt um örlög barns Rosemary (og endar líka illa). En ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér.
4 stig.
ReplyDelete