Ég fór á 6 myndir á RIFF:
(í þeirri röð hversu góðar mér þótti þær)
6. Another Planet
5. Bi the way
4. Prodigial Sons
3. Rocky Horror Picture Show
2. Dogtooth
1. Mommy is at the hairdresser's
Another planet
Heimildarmynd um börn sem búa við misgóðar aðstæður úti í heimi. Myndin er sýnir áhugaverða hlið á heiminum sem maður hefur ekki séð mikið af áður en tekst hins vegar ekki að gera það á áhugaverðan hátt. Maður upplifir ekki neina nálægð með persónum í myndinni þrátt fyrir að þær segi frá hörmulegu hversdagslífi þeirra.
Kostir: Flott umhverfi og góður efniviður
Gallar: Lítil nálægð í viðtölum og verður myndin jafnvel langdregin á köflum.
Bi the way
Tvær ungar stelpur gera heimildarmynd um tvíkynhneigð í Bandaríkjunum. Myndin er frekar fyndin og skilur alveg eftir sig nokkrar pælingar en gefur þó frekar litla heildarsýn á samkynhneigð í Bandaríkjunum. Mikið meira er fjallað um stelpur sem eiga það til að titla sig tví- eða samkynhneigðar á augljósu tilrauna- og mótþróaskeiði.
Kostir: Fyndin
Gallar: Einblínir og mikið á stelpur á gelgjuskiði í sleik við aðrar stelpur á gelgjuskeiði.
4. Prodigial sons
Virkilega áhugaverð heimildarmynd um kynskipting sem snýr aftur í heimabæ sinn til að hitta gamla bekkinn sinn og reyna að mynda einver tengsl við bróður sinn sem á við erfiðan sjúkdóm að etja. Já, þetta hljómar eins og frekar þunglyndisleg mynd en hún kemur á óvart.
Kostir: Góð mynd sem sýnir vel hvað fjölskyldan þarf að ganga í gegnum
Gallar: Visrðist á tímum eiga meira í ætt við skáldsögu frekar en heimildarmynd
Eftir myndina fengum við að spjalla við leikstjórann sem er sjálf aðalpersónan, kynskiptingurinn. Hann/hún sagði frá ákvörðun sinni að afhjúpa ekki óvengjuleg fjölskyldutengsl bróðursins fyrr en seinna í myndinni því hún vildi ekki að það hefði áhrif á hvernig áhorfendur upplifðu persónu hans. Mjög skynsamleg ákvörðun.
3. The Rocky Horror Picture Show
Gömul og góð. Annað eða þriðja skiptið sem ég horfi á þessa mynd og hún er ennþá jafnskemmtileg.
Kostir: Skemmtileg sýra
Gallar: frekar mikil sýra
2. Dogtooth
Talandi um sýru... Áhugaverð pæling um foreldra sem ofvernda börn sín með að einangra þau algjörlega frá umheiminum með að girða risastóra girðingu í kringum heimili sitt. Þau telja börnunum, 2 unglingsstelpum og stálpuðum unglingsstrák að umheimiurinn sé hættulegur og eina manneskjan sem þau komast í færi við sem er ekki í fjölskyldunni er ung kona sem faðirinn fær vikilega til að fulln ægja kynferðislegum þörfum sonarins.
Þetta er afar sjokkerandi mynd og mörg atriði sem eru alveg á
mörkunum að ganga fram af manni, en það virðist jú að ákveðnu leiti vera tilgangur myndarinnar. Mér fannst endirinn það besta við myndina, algjör snilld að hafa hann svona opinn og koma algjörlega á óvart.
Kostir: Öðruvísi, sjokkerandi og áhugaverð
Gallar: Pínu tæp
1. Mommy is at the hairdresser's
Mynd um fjölskyldudrama, séð með augum 12 ára stelpu. Sagan gerist árið 1966 og allt er í stíl þess tíma sem gefur myndinny mjög fallegt yfirbragð. Það að sjá atburðarásina með augum stúlkunnar heppnast mjög vel og gerir mikið fyrir stílbragð myndarinnar. Falleg og skemmtileg mynd sem fær mann til að minnast þess þegar maður var lítill.
Kostir: overall vel heppnuð mynd
Gallar: engir sem mér detta í hug í augnablikinu
Soldið knöpp umfjöllun.
ReplyDelete6 stig.