Topplisti
Seint koma sumir topplistar en koma þó...
Það að velja mínar uppáhaldsmyndir var erfiðara en ég gerði mér grein fyrir en tókst þó okkur veginn að lokum. Þessi listi inniheldur alls ekki allar mínar uppáhaldmyndir en nokkrar af þeim bestu.
One person can change your life
Uppáhaldsmyndin mín um þessar mundi er Le fabuleux destin d'Amélie Poulain (Hin órúlegu örög Amélie Polain) en hún gerist í París og fjallar um mjög sérstaka unga konu sem leynilega fer að bæta líf anarra. Hún t.d. vekur upp gamlar minningar, leikur Amor og fær aldraða föður sinn til að endurheimta löngunina til að ferðast með hjálp garðálfs. Inn í þetta flækist svo auðvitað ástin eins og algengt er.
Mér finnst myndin góð því hún er afar falleg sjónrænt séð. Það er greinilegt að mikið er lagt í tökurnar. Það eru nokkur atriði sem ég man eftir bara út af því hversu vel þau litu út. Persónusköpun í myndinni er mjög litrík og stíll hennar í samanburði við það. Litir eru ýktir og maður tekur alltaf vel eftir öllu umhverfinu. Söguþráðurinn er einfaldur en skemmtilegur en að mínu mati eru það hinar litríku aukapersónur sem gera myndina góða.
En aðalástæða þess að þetta er uppáhaldsmynd mín er tónlistin. Tónskáldinu, Yann Tiersen, tekst að skapa einstaka stemmingu með einfaldri en frábærri tónlist. Það er svona general regla í bíómyndum að tónlistin ætti að vera þannig að fólk taki helst ekki eftir henni en því er öfugt farið hér Tónlistin verður mikilvægur hluti af myndini.
Just because you are a character doesn't mean you have character.
Þessa mynd kannast flestir við. Hún er einum af mínum uppáhalds því hún er einfaldlega bara töff. Myndin fjallar um nokkra mismunandi einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að lifa ekki við ákjósanlegustu aðstæður. Þeir tengjast á einn eða annan hátt í myndinni og tekst að vefja saman heildstæða mynd um örlög persónanna, þrátt fyrir að sagan sé ekki sögð í réttri tímaröð. Það eru fjölmargar senur á samtalsformi sem snúast aljörlega um pælingar. Ágætt mótvægi við grófa heildarmyndina og gerir myndina eftirminnilega.
The Matrix (1999)
Welcome to the Real WorldBíómynd sem fjallar um annan heim þar sem vélar stjórna búskap á mönnum meðan þeim er haldið í draumsvefni hljómar eins og frekar mikil sýra. The Matrix er hins vegar algjör snilld og tekst að búa til trúverðugt plott undir ótrúlegum aðstæðum, þar sem allt er möglegt. Í myndinni eru góðar brellur og flest atriði mjög flott. Myndin hlaut gífurlega mikla umfjöllun er hún kom út. Á þeim tíma voru sérstaklega miklar framfarir í þróun tölvunnar og myndin vakti upp margar spurningar um gildi tölvunnar í lífi manna. Góður framtíðartryllir, sem fær mann til að hugsa um framtíðina.
Sin City á margt sameiginlegt með Pulp Fiction; þær fjalla báðar um persónur sem tengjast á ákveðinn hátt, eru ekki í réttri tímaröð og frekar ofbeldisfullar og grófar. Sögusvið Sin City er hins vegar allt annað en nútíminn og stíll hennar gerólíkur, þar sem hún er gerð eftir teiknimyndasögu. Þessi svart-hvíti, drungalegi stíll, með einstaka skærum lit, sem er t.d. einkennandi fyrir sumar persónur, heppnast mjög vel og gerir það að verkum að það er eins og maður sé að horfa á blöndu af leikinni mynd, teiknimynd og teiknimyndasögu, en það getur farið eftir atriðum. Einn af effectunum sem var notaður í var að teikna alla rigningu sem er í myndinni, en það kemur mjög vel út. Góð saga í flottum stíl.
Mér finnst flestar söngmyndir ekki neitt sérlegar skemmtilegar en þessi er það. Ég byrjaði að horfa á hana ruglaða á stöð 2 og gat ekki hætt að horfa fyrr en hún var búin (mæli samt ekki með því, fer ekkert sérlega vel í augun). Seinna horfði ég á hana óruglaða og fannst hún alveg jafn skemmtileg. Klassísk harmsaga um fátækt vs. ríkidæmi, ástir og afbrýðissemi, en hún virkar. Sviðsmyndin er flott og sömuleiðis búiningar og dansar. Skemmtileg ljúfsár mynd með ágætum söngvum.
Nokkrar aðrar uppáhaldsmyndir:
Little Miss Sunshine
Lion King
Lethal Weapon
Toy Story
7 stig.
ReplyDelete