Wednesday, March 31, 2010

Paprika


Í síðustu viku horfðum við á anime myndina Paprika. Hún er gerð eftir skáldsögu Yasutaka Tsutsui og er í leikstjórn Satoshi Kon. Myndin er með 7,7, á imdb og hefur hlotið mikla athygli og nokkur verðlaun í öðrum löndum en heimalandi sínu, það má teljast nokkuð óvenjulegt fyrir anime mynd.

Satoshi Kon er metnaðarfullur leikstjóri en hann hefur einnig leikstýrt myndiunum Tokyo godfathers og Millenium actress, en báðar er mjög þekktar anime myndir (það verður að teljast afrek að koma þeim út á evrópskan markað sem hefur litla sem enga anime menningu, fyrir utan einstaka hópa).

Sjálf hef ég alltaf haft gaman af anime myndum. Þær geta verið blekkjandi við fyrstu sýn, þar sem flestar teiknimyndir á evrópskum markaði eru frekar einfaldar og gerðar fyrir börn. Anime myndir hafa hins vegar oft margslunginn söguþráð og mun meiri pælingar. Þar sem leikstjórar þeirra eru ekki bundnir af tæknibrellum eða leikurum hafa þeir líka færri takmarkanir hvað varðar sögusvið og atburði.

Paprika er frekar súrrealísk mynd, litrík og lífleg. Hún fjallar, í örstuttu máli, um það þegar tæki, sem notað er til að komast inn í drauma fólks, er stolið. Sá sem stelur því fer að brjótast inn í drauma annars fólk, sem fær það til að missa skynjun á skilum draums og veruleika -> geðbilun og lífsháki út um allt. Á tímum minnti myndin mig á mjög litríka útgáfu af the matrix, þ.s. allt er mögulegt og atburðarásin verður mun skrautlegri en ella.

Að mínu mati er þetta ein skemmtilegasta mynd sem við höfum horft á í vetur. Það ruglaði mig samt í byrjun var hversu mikill munur var á aðalpersónunni og Papriku, hennar annað sjálf, en það skýrðist betur þegar leið á myndina. Það sem mætti helst setja út á myndina er hversu óljóst ástæða "vonda karlsins" kemur fram, en mér fannst eins og lítið sem ekkert væri hintað að því í byrjun. Ég hefði amk haft meira gaman af að geta tengt eitthvað við atburð eða orð fyrr í myndinni.

Aftur á móti hafiði ég virkilega gaman að myndinni og ætla að horfa á hana aftur með brósa næsta föstudagskvöld :)

Sýnishorn úr myndinni:

1 comment: