Friday, April 16, 2010

DÓMURINN! (um veturinn)

Þegar ég valdi kvikmyndagerð sem valfag vissi ég ekki alveg við hverju ætti að búast. Hélt kannski að MR væri ekki alveg sá skóli sem býður upp á einhver massa út-fyrir-menntakassann valfög. Ég bjóst við að í valfaginu myndum við vinna að gerð stuttra mynda, heimilda, stuttmynda og kannski einhvers annars konar líka. Ég var ekki viss um hversu stór fræðilegi þátturinn af þessu yrði (þ.e. umfjöllun um kvikmyndasöguna og einstaka leikstjóra) og var helst lítið að spá í því, satt að segja hlakkaði ég mest til að taka upp á sæmilega kameru og fá að fikta í final cut og öðrum tengdum forritum.

Gott:

Það var óvænt ánægja að komast að því að skólinn átti ágætan tækjabúnað fyrir þetta fag (ég bjóst við að við værum að fá einhverjar kamerur í láni og svoleiðis vesen). Það að fá að kynnast kamerunni og alvöru klippiforritum var afar gagnlegt. Það fékk mann líka til að grennslast fyrir um önnur forrit tengd vinnslu mynda, (motion o.fl.). Ég vil þakka youtube fyrir kennslumyndbönd um öll tæknileg atriði varðandi klippingu og myndvinnslu.

Annað sem mér fannst gagnlegt við þetta námskeið var hversu vel var farið í áhrif klippingar, stöðu kameru, leikara, tökureglur og allt tengt því. Þetta gerir það að verkum að maður pælir meira í öðrum myndum og tekur eftir því hvað það er sem hefur áhrif á áhorfndann.

Umfjöllum um kvikmyndasöguna var ágæt, en mer fannst hún verða hálf útundan í lokin, hefði frekar verið til í að skipta morguntímum (í byrjun vetursins) þannig að annar fjallaði um tæknileg atriði en hinn um kvikmyndasöguna.

Það sem mætti betur fara:

Mér fannst of miklu púðri eytt í of einhæfar og tilgangslitlar æfingar á haustönn. Það er góð æfing að skapa presónu og búa til sögu út frá því en mér fannst margt vera bara endurtekning eða óþarfa æfing á því sem við vorum þegar búin að meðtaka. Þú hefðir alveg mátt sleppa að láta nemendur endursegja heimildarmyndina um trjákofann... hún var leiðinleg og tilgangslaus - við náum því að það á að taka eftir skotum í henni.

Mér fannst vorönn mun skemmtilegri en haustönn því þa vorum við aðallega að spá í kvikmyndum og loks farin að taka af einhverju viti. Það er alveg rétt hjá þér að það VAR gefinn of langur skilafrestur og vinnsla rakst óþægilega á við lærdóm undir stúdentspróf.

Já, og varðandi fyrirlestrana um leikstjóra, þá mættir þú alveg láta vita fyrirfram hverju þú ert að sækjast eftir í þeim.

Lærdómur sem ávannst í kjölfar námskeiðsins:

Mér fannst við læra mesta af því að skoða hugsunina bak við skot og senur. Það fær mann til að hugsa meira og skjóta frumlegri skot sem manni hefði ekki pælt í áður. Einnig var ágætt að þurfa að horfa á ákveðnar myndir sem maður hefði ekki dottið í hug að horfa á áður, margar þeirra eru skýr dæmi um ákveðna stefnu eða hugsun leikstjórans og maður sér hvernig það hefur haft ahrif á kvikmyndir sem gerðar eru seinna. Kvikmyndasagan var áhugaverð - þó áhugaverðara að læra um atburði, ástæður þeirra og afleiðingar, heldur en um einstaka leikstjóra, en það er nú bara mitt álit.

Það sem má henda út:

Það má alveg henda eitthvað af skrifæfingunum út (og þá er ég ekki að tala um þær sem byggjast á því að setja upp handrit í celtx, heldur umfjöllunina um skógarkofann og æfinguna um kvikmynd út frá þjóðsögu, það er frekar óspennandi). Bloggið finnst mér einnig of viðamikill partur (mistök mín voru að taka því allt of formlega á haustönn - mun betra að hafa það bara svona almennt spjall). Það mætti e.t.v. bjóða nemendum sem eru lélegir bloggarar að setja inn örvídeó á bloggið/youtube þar sem þeir sýna áveðna hugmynd eða æfingu.

Söknuður:

Ég saknaði þess að fá að æfa stillingar myndavélarinnar áður en byrjað var að taka maraþonmyndina, það hefði mátt taka smá tíma í það, eða fara betur í það. Mér fannst einnig að það hefðu vel mátt vera fleiri - en smærri- stuttmyndir eða æfingar. Auglýsing væri góð hugmynd, eða þess vegna eitthvað abstrakt, svo lengi sem það komi einhverri hugmynd til skila.

Svör við spurningum:

  • Mér fannst fínt að allar myndirnar væru sýndar á sama tíma. Aftur á móti mætti byrja að ákveða tökudaga fyrr. Það væri góð hugmynd að leyfa sjálfvöldumhópum að gera örmyndir sem gilda til að hækka einkunn -létt, og hvatning fyrir nemendur að gera eitthvað sjálfir.
  • ENDILEGA vertu harðari á skiladag fyrir stuttmyndirnar. Nemendur eru margir/flestir óskipulagðir og það þarf ekki marga svoleiðis í hóp til að hópurinn verði óskipulagður. Mér fannst hins vegar auðvelt að nálgast græjurnar og gott að geta sótt þær til nemenda... hins vegar var oft erfitt að finna þig.
  • JÁ, eins og ég sagði að ofan væri ég frekar til í að hafa kvikmyndasöguna fyrir áramót, samhliða tökutækni. Farið væri meira í einstaka leikstjóra eftir áramót.
  • 1 Stig fyrir komment væri góð leið til að hvetja nemendur til að lesa blogg annarra og kannski skapa umræðu. Það virðist oft vera kvöð að þurfa að skrifa laaaangt blogg og það er ákv. léttir að geta talað um það sem manni langar að tala um, en ekki það sem þarf að tala um.
Þetta var allt sem ég vildi segja um árið. Ef þú hefur einhverjar spurningar þá endilega postaðu þeim í komment hér fyrir neðan.

Takk fyrir árið!

1 comment:

  1. Takk sömuleiðis!

    Fínar athugasemdir. Ég held það sé rétt að það væri alveg hægt að grisja aðeins úr handritaskrifunum. 10 stig.

    ReplyDelete