Friday, April 16, 2010

Sjónvarpsseríur

Þar sem að sjónvarppsseríur eru orðnar nokkur hluti af glápi manns álvað ég að skrifa nokkur orð um það sem ég er að horfa á í augnablikinu.

How I Met Your Mother

Þessi klassíska, um venjulega skrýtna vinahópinn. Það sem er athyglisvert við seríuna er að sagan er sögð af Ted Moseby (aðalpersónunni) sem er þá orðinn fullorðinn, giftur og með tvö börn, en hann byrjar á að segja söguna til að lýsa því hvernig hann kynntist móður þeirra. Auðvitað er ekkert nefnt hver móðirin er svo að áhorfandinn getur spenntur giskað á hver úr kunningja eða vinahópnum það verði. Þættirnir hafa allir sitt meginþema, sem getur stundum tengst, en það ætti að vera auðvelt fyrir einhvern sem ekki hefur horft á seríuna að detta inn í þá. Þættirnir eru byggðir upp í eins konar sketch-um (t.d. sena 1: inni á kránni, sena 2: inni í íbúðinni, sena 3: úti á götu) og gerast mestmegnis á nokkrum aðalstöðum (í staðin fyrir að persónunni sér fylgt með myndavélinni). Form sem er mikið notað í svona sjónvarpsseríum. Persónurnar eru misgóðar en sú vinsælasta er eflaust Barney Stinson, meðalmaður með stórt egó, en hans helsta markmið er að næla í sem flestar konur... og já, klæðast jakkafötum. Aðrar persónur eru Robin, Kanadíska strákastelpan sem er skíthrædd við skuldbindingar og svo hjónaparið, Marshall og Lily. Hver þáttur er bara um 20 mín á lengd svo það er þægilegt að horfa á einn fyrir svefninn í tölvunni.

Glee
Var að uppgötva þennan þátt um daginn. Hann á margt skilt með þessum týpísku amerísku drama sjónvarpsþáttum sem fara hring eftir hring um sama efnið; ástardrama og vinaslit, en það sem er sérstakt við þess a seríu er að þetta er svona hálfur söngleikur, hálfur unglingaþáttur. Í stað tónlistarstefa eru aðeins notaðar raddir til að. Þættirnir eru mjög upbeat og koma manni oftast í gott skap. Mjög þægilegt léttmeti, sem er ekki heiladautt eins og margt annað (king of queens, everybody loves ramond o.s.frv.....




Flight of the Concords

Hinir nýsjálensku Jemaine og Bret eru óborganlegir í þessum snilldarþáttum, þar sem samnefndir karakterar þeirra reyna að 'meika það' í tónlistarbransanum. Ég byrjaði að horfa á þessa þætti fyrir nokkuð löngu síðan og eru mörg atriðin ennþá minnisstæð. Í mögum þáttum koma fyrir frumsamin lög eftir þá kumpánana, eins og slagararnir "Business time", "Foux de fafa" og "Bret, you've got it going on". Þættirnir eru einfaldir en heppnast fullkomlega, eitthvað sem gerir þá enn betri. Ein af mínum uppáhalds.




Skins

Bresk sería sem vinkona mín sem bjó útí í London benti mér á. Fjallar basically um hóp ungmenna sem er missama um lífið eða öðruvísi á einhvern hátt. Gaman að horfa á þetta því að breski húmorinn er talsvert öðruvísi en sá Ameríski (og sá nýsjálenski). Nýjir hópar koma í byrjun hverrar seríu en tengingin milli þeirra á eftir að koma í ljós... sjáum hvernig þessi endist.

1 comment:

  1. Ágæt færsla. 6 stig.

    Flight of the Conchords eru algjör snilld! How I Met Your Mother finnst mér líka ágætir, en ekkert mikið meira en það. Hina tvo þættina hef ég ekki séð.

    ReplyDelete