Friday, April 16, 2010

Avatar


Ætli maðu verði ekki að skella inn einni örstuttri færslu um hina gífurvinsælu þrívíddarmynd um bláu Pocahontas.

Eins og 80% þjóðarinnar skellti ég mér á Avatar, með vinkonu minni um daginn (þegar hún var í bíó). Við fórum auðvitað í þrívídd og sáum ekki eftir því, því að myndin er heljarinnar sjónarspil (ég fór reyndar seinna á myndina í 2d og það sökkaði...)

Söguþráðurinn er voða auðskiljanlegur, gæti alveg eins verið Disney teiknimynd, reyndar er hann frekar líkur eins og sést...

Ég hef voða lítið að segja um söguþráðinn að segja (hann er útskýrður hér að ofan), en grafíkin er geðveik! Leikstjórinn, James Cameron, forðast að falla í sömu gryfju og allt of margir leikstjórar þrívíddarmynda, að láta allt ganga út á það að láta hluti fljúga í áttina að áhorfendum. Í stað þess nýtir hann þrívíddina til að fá áhorfandann til að finnast hann vera að horfa inn í einhvers konar heim. Mikið er lagt upp úr dýpt og umhverfi og það kemur vel út. Það kemur oft fyrir að maður fái fiðring í magann við að geimverur steyptu sér fram af klettabrúnum á fljúgandi risaeðlum og fleiru þannig löguðu.

Ég skil að þessi mynd hafi ekki hlotið neina óskara, því hún kynnir í rauninni ekki neitt nýtt hvað varðar sögu, kvikmyndun eða persónusköpun. Aftur á móti sýnir hún nýja hlið á þrívíddartækninni og setur nýja staðla hvað það varðar!

Voða skemmtilegar verur þessir Na'vi

....ég veit, þetta er voða 'semi' færsla en ég vona að myndin geri hana skemmtilegri :)

1 comment:

  1. Hún gerir það. Hugsanlega nýja profile-myndin :)

    4 stig.

    ReplyDelete