(Daphne, Josephine og Sugar)
Um daginn horfðum við á myndina Some like it hot, frá árinu 1959, með Marilyn Monroe. Myndin fjallar um tvo farandshljómfæraleikara sem bregða sér í gervi kvenna til að forðast mafíuforingja, sem vill kála þeim vegna morðs sem þeir urðu vitni að. Mennirnir ganga til liðs við farandshljómsveit sem er aðeins skipuð ungum konum. Þar kynnast þeir einni sérstaklega heillandi stúlku og verða þeir báðir yfir sig hrifnir af henni. Mafían er þó aldrei langt undan og svo illa vill til að þeir ramba beint í flasið á henni, á árshátíð mafíósa, á sumarleifisstað fyrir ríka þar sem hópurinn á að halda tónleika.
Myndin er afskaplega skemmtileg og hefur elst vel, annað en margar gamlar grínmyndir. Aðalleikararnir eru fyndnir og má sjá einkonar Ladda-grín hja þeim, frekar ýktan leik, en þó ekki um of. Þ.e. vel hepnaðir grínleikarar. Þetta er eina myndin sem ég hef séð sem Marilyn Monroe leikur í (hef þó séð þessa áður) en hún virkar vel í hlutverki sínu, sem svolítið naïve vandræðastelpa, sem reynir að krækja í milljónamæring, til að sjá fyrir sér (fullkomlega eðlilegt það). Ég hafði reglulega gaman af þessari mynd og hún hélt athyglinni allan tímann (sem veruðr að teljast nokkuð, eftir 7 tíma skóladag). Það er klassískt grín að klæða karlmenn upp í kvenmannsföt en þarna tekst það óvengju vel. Ætli það sé ekki vegna þess að persónurnar í myndinni virðast ganga það langt í að leika hlutverk sitt sem konur að þeir eiga það til að gleyma að þeir séu í raun karlmenn. Áminning um það kemur alltaf inn á milli og stuðlar hin sjóðheita 'Sugar Cane Kowalczyk' (Monroe) oftast að því. Það er áhugavert að fylgjast með leik Monroe, sérstaklega með hliðsjón af því hversu mikið kyntákn hún var á þessum tíma. Það er skondið að hin fallega, hjálparlausa og svolítið 'clueless' kona hefur þótt afar heillandi. Það eru nú samt aðalleikararnir, þeir Tony Curtis og Jack Lemmon (Joe- 'Josephine' og Jerry- 'Daphe') sem gera myndina eins skemmtilega og hún er í raun.
Kempurnar Tony Curtis (t.v.) og Jack Lemmon
Í sýnishorn úr myndinni: