Ég skellti mér um daginn á Shutter Island í leikstjórn Martin Scorsese. Var búin að heyra að hún væri góð en hún kom heldur betur á óvart.
Myndin fjallar um Teddy Danials, Marsjál, sem heimsækir Shutter Island til þess að hafa uppi á strokufanga eða strokusjúkling öllu heldur.
Ótrúlegt er hvað myndin passar vel saman, hugsað er fyrir minnstu smáatriði. Sérstaklega minnisstætt er atriði sem kunni að líta frekar kjánalega út við fyrsta áhorf, þ.e. þegar Chuck, lögreglufélagi Ted, er beðinn um að afhanda skammbyssuna sína á hann í erfiðleikum með að ná henni. Lítið atriði sem kannski fáir tóki eftir. Þegar kemur í ljós hver Chuck er í raun og veru koma þessi atriði öll heim og saman.
Endurminninngar vefjast inn í söguþráðinn og skil milli þeirra og raunveruleikans verða óskýrar sem myndin líður. Undir lok myndarinnar má deila um það hvernig hún hafi endað.
Ótrúlega flottar tökur í þessari mynd. Allt er notað til að halda manni á tánum. Einnig er yfirlýsing notuð til að lýsa mígrenisköstum aðalpersónunnar, mjög vel gert. Sífelld ofskynjunarköst aðalpersónunnar minna einnig á myndina 8 1/2 sem við horfðum á um daginn, þar sem mörkin milli ímyndunar og veruleiks verða sífellt óskýrari. Í endann smellur samt allt saman.
Það eina sem ég hef mögulega að setja út á myndina er að tónlistin verður helst of yfirgnæfandi í byrjun, en það má líka túlka sem ákveðið stílbragð. Fílaði það betur seinna í myndinni þegar það voru frekar notaðar áhrifamiklar þagnir til að ýta undir taugapennuna, fékk mann til að kippast við við minnstu hluti. Ekki það að myndin hafi á nokkurn hátt verið ógeðsleg (tja.. ok, það má deila um það, en allavega ekkert gore). Það var frekar notuð spennan vegna yfirgnæfandi ógnar sem er sífellt sjaldgæfara að sjá í kvikmyndahúsum nú til dags.
Stórskemmtileg mynd sem ég mæli hiklaust með.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Sammála. Mjög góð mynd.
ReplyDeleteVarðandi tónlistina í upphafi, held ég að það hafi verið til þess að senda áhorfandanum ákveðin skilaboð. Tónlistin (sem minnir mjög á tónlist Bernard Hermann í myndum Hitchcock, t.d. Psycho) og rear-projection effektinn á bátnum eiga að gefa til kynna að þetta sé gamaldags thriller í anda Hitchcocks.
6 stig.