Sunday, January 31, 2010

Mamma Gógó

Um daginn fór ég á nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Mömmu Gógó. Myndin fjallar um eldri konu, Gógó, sem greinist með Alzheimer og hvernig sjúkdómurinn hefur meiri áhrif á hana og þá í kringum hana eftir því sem hann versnar. Á sama tíma er sonur hennar í fjárhagsvandamálum vegna þess hversu slæma aðsókn nýjasta mmynd hans, Börn náttúrunnar, fær.

Mér fannst myndin ágæt. Kristbjörg Kjeld er góð í hlutverki sínu og það er gaman að fylgjast með Hilmi Snæ leika sögu Friðriks. Það að myndin er byggð á raunverulegri reynslu leikstjórans er áhugavert og mér finnst algjör snilld hvernig hann notar gamlar klippur af Kristbjörgu, af Stöðinni 79, en það fannst mér gera sögu Gógóar raunverulegri. Aftur á móti var óþægilegt að fylgjast með hrörnun hennar, það verður einhvern veginn pirrandi eftir því sem líður á myndina. Ég hefði viljað fylgjast meira með sögu Friðriks. Í heildina á litið er þetta frekar týpísk Friðriks-Þórs-mynd. Ljúfsár, þó með nokkrum fyndnum atriðum og nóg af löngum skotum. Ég verð að segja að varð fyrir dálitlum vonbrigðum þar sem ég var búin að heyra góða hluti af myndinni, en hún er svosem ágæt.

No comments:

Post a Comment