Myndin fjallar um Evan Treborn (Ashton Kutcher), sem í æsku þjáist af tímabundnu minnisleysi sem virðist tengt alvarlegum áföllum. Þ.e. hann man ekki neitt eftir þeim hræðilegu atburðum sem hann og vinir hans lenda í og verður því ekki fyrir áhrifum af þeim, ólíkt vinum hans sem þurfa að lifa með minningunni. Þegar hann verður eldri uppgötvar hann að hann getur farið aftur í tímann upplifað og breytt! atburðarásinni sem varð þegar hann les dagbækur sínar, en þær hefur hann haldið síðan hann var 7 ára. Hver breyting, sem hann telur vera til hins betra, hefur þó alltaf slæmar afleiðingar og efttir hverja breytingu virðist líf Evans, eða hans nákomnustu alltaf vera í rúst...
Myndin byggist á þeirri hugmynd að hver einasta örsmáa breyting hafi sínar afleiðingar. Dæmi: Fiðrildi blakar vængjum sínum í Asíu og það hrindir af stað keðju atburða sem veldur flóði á Manhattaneyju. Þetta er áhugaverð kenning og gengur alveg upp í myndinni, en það er lítið verið að velta sér upp úr tímaþversögnum og slíku.
Ég hafði ekkert himinháar væntingar áður en ég horfði á myndina. Ashton Kutcher er, að mínnu mati, ekki beint stórbrotinn leikari og í raun finnst mér hann draga myndina aðeins niður. Söguþráðurinn og myndin sjálf í heild kom samt skemmtilega á óvart, gott plott og skemmtilega farið með fiðrildaáhrifin. Ég held bara að myndin hefði verið betri með annan aðalleikara, en það er bara mín skoðun. Hún er þrátt fyrir það í flokki með þeim betri sem ég hef séð nýlega.
4 stig.
ReplyDelete