Ákvað að koma aðeins að nokkrum orðum um þessa mynd, en ég hef nokkuð skiptar skoðanir á henni.
Myndin er mynd um menn sem eru að gera heimildarmynd um aðalpersónuna, sem er siðblindur morðingi. Hljómar undarlega. Ég verð að viðurkenna að það var lúmst gaman af myndinni í byrjun, þar sem afar siðblindur morðingi drepur fólk fyrir framan kameruna eins og ekkert sé venjulegra og lýsir því sem hann gerir í leiðinni. T.d. gabbar hann gamla konu til að hleypa sér inn á ´heimili sitt og fær það snilldarráð að spara skotin þar sem hann tekur eftir að hún sé hjartaveik. Í staðinn bregður hann henni bara svo að hún fær hjartaáfall og hann getur rænt því sem er verðmætt í húsinu.
Eftir því sem líða tók á myndina varð þó sífellt óþægilegra að horfa á hana. Allra grófustu senurnar fannst mér þó þegar hann elti upp lítið barn og kæfði það og svo þegar hann réðst fullur, með tökuliðinu inn á hjón sem voru að gera það, nauðgaði konunni fyrir framan manninn, lét tökuliðið gera hið sama. Þvínæst myrti hann þau bæði.
Ég held að maður þurfi að vera nokkuð sjúkur til að upphugsa þessar senur.
Á hinn bóginn hefði ég vel getað horft á megnið af myndinni með öðru viðhorfi. Meginefni hennar væri þá siðblinda og mjög, mjög svartur húmor. Húmor sem maður skammast sín fyrir að hlæja að.
Að gera mynd sem fjallar um menn sem gera heimildarmynd um morðingja er áhugaverð hugmynd og það færir mann mun nær atburðarásinni. Hins vegar verð ég að segja að ákveðin atriði ganga óþarflega mikið út á það að ganga fram af manni og verða til þess að ég dæmi myndina of mikið út frá þeim.
Afar óþægileg mynd, sem gekk algjörlega fram af manni.
Myndin er mynd um menn sem eru að gera heimildarmynd um aðalpersónuna, sem er siðblindur morðingi. Hljómar undarlega. Ég verð að viðurkenna að það var lúmst gaman af myndinni í byrjun, þar sem afar siðblindur morðingi drepur fólk fyrir framan kameruna eins og ekkert sé venjulegra og lýsir því sem hann gerir í leiðinni. T.d. gabbar hann gamla konu til að hleypa sér inn á ´heimili sitt og fær það snilldarráð að spara skotin þar sem hann tekur eftir að hún sé hjartaveik. Í staðinn bregður hann henni bara svo að hún fær hjartaáfall og hann getur rænt því sem er verðmætt í húsinu.
Eftir því sem líða tók á myndina varð þó sífellt óþægilegra að horfa á hana. Allra grófustu senurnar fannst mér þó þegar hann elti upp lítið barn og kæfði það og svo þegar hann réðst fullur, með tökuliðinu inn á hjón sem voru að gera það, nauðgaði konunni fyrir framan manninn, lét tökuliðið gera hið sama. Þvínæst myrti hann þau bæði.
Ég held að maður þurfi að vera nokkuð sjúkur til að upphugsa þessar senur.
Á hinn bóginn hefði ég vel getað horft á megnið af myndinni með öðru viðhorfi. Meginefni hennar væri þá siðblinda og mjög, mjög svartur húmor. Húmor sem maður skammast sín fyrir að hlæja að.
Að gera mynd sem fjallar um menn sem gera heimildarmynd um morðingja er áhugaverð hugmynd og það færir mann mun nær atburðarásinni. Hins vegar verð ég að segja að ákveðin atriði ganga óþarflega mikið út á það að ganga fram af manni og verða til þess að ég dæmi myndina of mikið út frá þeim.
Afar óþægileg mynd, sem gekk algjörlega fram af manni.
Sammála því að nauðgunaratriðið er eiginlega einum of, en ég veit samt ekki hvort myndin hefði verið eins sterk án þess. Eitt meginþema myndarinnar er hvernig tökuliðið verður meiri og meiri þátttakandi í geðveikinni og sekkur dýpra og dýpra, og ég held að þetta atriði sé hugsað til þess að setja áhorfandann í sömu stöðu. Við erum búin að hlæja með/að Ben megnið af myndinni, og síðan koma atriði þar sem maður áttar sig á hversu sjúk myndin er, og maður hálfskammast sín.
ReplyDelete5 stig.